Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið Baldur Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Alvarlegt rútuslys varð í desember. Tveir eru látnir. Vísir/Vilhelm Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“ Samgönguslys Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“
Samgönguslys Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira