Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 11:48 Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“ Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“
Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15