Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 11:55 Trump með John Bolton, nýjum þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þeir hafa ekki enn tilkynnt um viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni í Douma umfram torrætt tíst forsetans í morgun. Vísir/AFP Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56
Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30