Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Á Vogi er sérstök deild fyrir börn og ungmenni. Herbergið á myndinni er á deildinni. Vísir/ernir „Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22