UFC-stjarna greinir frá því að sér hafi verið nauðgað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 VanZant fyrir bardaga hjá UFC. vísir/getty Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit. MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit.
MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira