Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 17:57 Donald Trump. EPA/JASON SZENES Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira