Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Öskubuskuævintýri Víðis frá Garði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Hvert er mesta öskubuskuævintýrið í sögu íslenska fótboltans? Þessari spurningu varpaði Stefán Pálsson fram í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport.

„Það kemur bara eitt til greina. Fyrstu deildar ævintýri Víðis frá Garði,“ svaraði hann eigin spurningu.

„Garðurinn var rétt um þúsund manna pláss og Víðir hafði alltaf verið þriðju deildar lið sem lét lítið að sér kveða. En 1982 komst Víðir upp í aðra deild.“

„Á sínu fyrsta ári hafnaði það í þriðja til fjórða sæti með þá mögnuðu markatölu 14-2 í 18 leikjum.“

Sumarið 1984 var Marteinn Geirsson fenginn sem spilandi þjálfari og Víðir fór upp um deild.

„Og sá árangur náðist ekki með aðkeyptum leikmönnum.“

Fyrir utan Martein voru allir í Víðisliðinu uppaldir heimamenn.

Víðir hélt sér uppi í efstu deild í tvö ár.

„Nokkrum sinnum gerðist það að fleiri áhorfendur mættu á leiki í Garðinum heldur en bjuggu í bænum.“

„Svona eiga öskubuskuævintýri að vera,“ sagði Stefán Pálsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×