Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2018 06:00 Helga Jónsdóttir, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (t.h.), á miðri mynd við upphaf fundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34