Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:47 Þinghúsið í Washington. Vísir/AFP Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52