Fótbolti

Schoepf tryggði Austurríki sigur á Þýskalandi

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Austurríkis og Þýskalands.
Úr leik Austurríkis og Þýskalands. vísir/getty
Austurríki bar óvænt sigur úr býtum gegn Þýskalandi í vináttuleik liðanna í Austurríki í dag en þar var Alessandro Schoepf sem tryggði Austurríki sigurinn.

Leiknum var upphaflega frestað um 45 mínútur vegna samgöngumála en honum lauk nú fyrir stuttu. Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur verið að glíma við meiðsli í baki undanfarnar vikur en hann sneri til baka í byrjunarlið Þýskalands í þessum leik og skoraði á 11. mínútu og fóru Þjóðverjar með forystuna í hálfleikinn.

Í seinni hálfleiknum snerist leikurinn þó við og var Austurríki betri aðilinn. Martin Hinteregger skoraði á 53. mínútu áður en Scoepf skoraði á 69. mínútu og kom Austurríki yfir.

Þjóðverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki.

Svíþjóð og Danmörk mættust einnig í kvöld en viðureign þeirra endaði með 0-0 jafntefli.

Úrslitin:

Austurríki 2-1 Þýskaland

Svíþjóð 0-0 Danmörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×