Mark Zuckerberg tekst á við krefjandi áskoranir á nýju ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:33 Mark Zucherberg ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á nýju ári. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur strengt sín áramótaheit fyrir 2018 eins og fleiri. Heitin hans eru þó ef til vill nokkuð frábrugðin áramótaheitum eða markmiðum venjulegs fólks sem strengir gjarnan heit um að hreyfa sig meira á nýju ári, verja meiri tíma með fjölskyldunni og annað í þá veru. Áramótaheit Zuckerberg fyrir nýja árið, sem hann kallar reyndar áskoranir, eru nefnilega að tækla ýmis vandamál sem steðja að heiminum í dag. Facebook stuðlar að þessum vandamálum í einhverjum tilfellum, en getur að sama skapi að mati stofnandans hjálpað til við að leysa. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Zuckerberg að hann hafi fyrst farið að setja sér áskoranir fyrir hvert ár árið 2009. Markmiðið með þeim væri að læra eitthvað nýtt. „Það ár var mikil efnahagskreppa og Facebook var ekki farið að skila hagnaði. Við þurftum að fara að taka það alvarlega að sjá til þess að Facebook hefði varanlegt viðskiptamódel. Þetta var alvarlegt ár og ég setti á mig bindi á hverjum degi til að minna mig á það. Dagurinn í dag minnir um margt á þetta fyrsta ár. Það er eins og heimurinn sé áhyggjufullur og klofinn og Facebook hefur verk að vinna, hvort sem það er að vernda samfélag frá okkur hatri og misnotkun, verjast afskiptum ríkja eða að sjá til þess að tíma sem varið sé á Facebook sé vel varið,“ segir Zuckerberg í færslunni og bætir við að hans persónulega áskorun fyrir árið 2018 sé að tækla þessi mál og reyna að leysa þau. „Við munum ekki geta komið í veg fyrir öll mistök eða misnotkun en núna gerum við of mikið af mistökum þegar við reynum að koma einhverju áfram eða koma í veg fyrir að tólin okkar séu misnotuð. Ef við náum árangri á þessu ári þá munum við ljúka árinu 2018 á mun farsælli braut.“ Færslu Zuckerberg má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Facebook Tengdar fréttir Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára Hinir ríkustu verða enn ríkari. Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust um billjón dali. Stofnandi Amazon græddi mest og er ríkasti maður heims. Mestur er þó samanlagður vöxtur velda kínverskra milljarðamæringa. 28. desember 2017 06:00 Facebook notar gervigreind til að greina hvort notendur séu í sjálfsvíshugleiðingum Hann segir gott að minna á að gervigreind geti í raun hjálpað til við að bjarga lífum, á tímum þar sem margir óttast skaðlegar afleiðingar af gervigreind í framtíðinni. 27. nóvember 2017 18:49 Facebook breytir skattgreiðslum sínum Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða út tekjuskatt í gegnum útibú sitt á Írlandi. Nú er von á breytingum og taka þær endanlega gildi árið 2019. 13. desember 2017 15:04 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur strengt sín áramótaheit fyrir 2018 eins og fleiri. Heitin hans eru þó ef til vill nokkuð frábrugðin áramótaheitum eða markmiðum venjulegs fólks sem strengir gjarnan heit um að hreyfa sig meira á nýju ári, verja meiri tíma með fjölskyldunni og annað í þá veru. Áramótaheit Zuckerberg fyrir nýja árið, sem hann kallar reyndar áskoranir, eru nefnilega að tækla ýmis vandamál sem steðja að heiminum í dag. Facebook stuðlar að þessum vandamálum í einhverjum tilfellum, en getur að sama skapi að mati stofnandans hjálpað til við að leysa. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Zuckerberg að hann hafi fyrst farið að setja sér áskoranir fyrir hvert ár árið 2009. Markmiðið með þeim væri að læra eitthvað nýtt. „Það ár var mikil efnahagskreppa og Facebook var ekki farið að skila hagnaði. Við þurftum að fara að taka það alvarlega að sjá til þess að Facebook hefði varanlegt viðskiptamódel. Þetta var alvarlegt ár og ég setti á mig bindi á hverjum degi til að minna mig á það. Dagurinn í dag minnir um margt á þetta fyrsta ár. Það er eins og heimurinn sé áhyggjufullur og klofinn og Facebook hefur verk að vinna, hvort sem það er að vernda samfélag frá okkur hatri og misnotkun, verjast afskiptum ríkja eða að sjá til þess að tíma sem varið sé á Facebook sé vel varið,“ segir Zuckerberg í færslunni og bætir við að hans persónulega áskorun fyrir árið 2018 sé að tækla þessi mál og reyna að leysa þau. „Við munum ekki geta komið í veg fyrir öll mistök eða misnotkun en núna gerum við of mikið af mistökum þegar við reynum að koma einhverju áfram eða koma í veg fyrir að tólin okkar séu misnotuð. Ef við náum árangri á þessu ári þá munum við ljúka árinu 2018 á mun farsælli braut.“ Færslu Zuckerberg má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Facebook Tengdar fréttir Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára Hinir ríkustu verða enn ríkari. Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust um billjón dali. Stofnandi Amazon græddi mest og er ríkasti maður heims. Mestur er þó samanlagður vöxtur velda kínverskra milljarðamæringa. 28. desember 2017 06:00 Facebook notar gervigreind til að greina hvort notendur séu í sjálfsvíshugleiðingum Hann segir gott að minna á að gervigreind geti í raun hjálpað til við að bjarga lífum, á tímum þar sem margir óttast skaðlegar afleiðingar af gervigreind í framtíðinni. 27. nóvember 2017 18:49 Facebook breytir skattgreiðslum sínum Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða út tekjuskatt í gegnum útibú sitt á Írlandi. Nú er von á breytingum og taka þær endanlega gildi árið 2019. 13. desember 2017 15:04 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára Hinir ríkustu verða enn ríkari. Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust um billjón dali. Stofnandi Amazon græddi mest og er ríkasti maður heims. Mestur er þó samanlagður vöxtur velda kínverskra milljarðamæringa. 28. desember 2017 06:00
Facebook notar gervigreind til að greina hvort notendur séu í sjálfsvíshugleiðingum Hann segir gott að minna á að gervigreind geti í raun hjálpað til við að bjarga lífum, á tímum þar sem margir óttast skaðlegar afleiðingar af gervigreind í framtíðinni. 27. nóvember 2017 18:49
Facebook breytir skattgreiðslum sínum Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða út tekjuskatt í gegnum útibú sitt á Írlandi. Nú er von á breytingum og taka þær endanlega gildi árið 2019. 13. desember 2017 15:04