Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Neyðarlínan hefur nú verið tengd á ný og geta ríkin því auðveldlega átt í beinum samskiptum. vísir/epa Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira