Sjö deilumál hjá sáttasemjara Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýjum kjarasamningum í Karphúsinu er jafnan fagnað með því að hrært er í vöfflur. Nú er spurning hvort þess sé langt að bíða að næst verði hitað upp í vöfflujárninu. vísir/vilhelm Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00