Kjúklingarækt Brasilíu í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 23:34 Brasilía er einn af heimsins stærstu útflytjendum kjúklings. Vísir/Getty Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins. Brasilía Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins.
Brasilía Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira