Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2018 18:45 Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira