Þingmaðurinn fyrrverandi er Jóna Sólveig Elínardóttir en hún ritaði undir heitinu Sósíalistar ala á sundrungu sem birt var á Vísi fyrr í dag.
Jóna Sólveig nefnir aldrei Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúar Sósíalista á nafn, en talar þar um ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu.

Segir viðvörunarljós fara í gang
Jóna Sólveig segir að mörg viðvörunarljós hljóti að fara í gang fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu og segir þessa „við og hinir“ baráttuaðferð alls ekki nýja af nálinni.
„Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það,“ segir Jóna Sólveig.
Trump ekki eins sjarmerandi
Hún segir einn valdamesta mann heims, Donald Trump, eða holdgerving kapítalismans eins og hún kallar hann, hafa nýtt nákvæmlega þess orðræðu til að komast til valda.

Segir söguna endurtaka sig
Hún segir söguna hafa síendurtekið sig en hún sé sú að um leið og sósíalistar útrýma millistéttinni þá hætti samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun og veru.
„Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu,“ skrifar Jóna Sólveig en grein hennar í heild má lesa hér.