Messi átti auk þess stoðsendinguna á Sergio Agüero í fjórða markinu. Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur.
Með þessum þremur mörkum í nótt þá hefur Lionel Messi skorað alls 64 mörk fyrir argentínska landsliðið. Hann hafði fyrir nokkru bætt markamet Gabriel Batistuta (54 mörk) sem markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi.
Að þessu sinni komast hann aftur á móti upp fyrir Brasilíumaninn Ronaldo sem skoraði á sínum tím 62 mörk fyrir brasilíska landsliðið.
With his three goals, Lionel Messi has surpassed Ronaldo (the Brazilian) and is now on 64 goals, just 13 away from Pele who holds the record of most goals scored by a South American for his country. Via @SC_ESPN. pic.twitter.com/evY4IZMJqa
— Roy Nemer (@RoyNemer) May 30, 2018
Það er aðeins Brasilíumaðurinn Pelé sem hefur skorað meira en Messi. Pelé skoraði á sínum tíma 77 mörk fyrir brasilíska landsliðið.
Messi vantar því enn þrettán landsliðsmörk til að ná Pelé.