Innlent

Konan sem slasaðist í Reynisfjöru hrasaði á göngustíg

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNÁ, var kölluð út vegna málsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNÁ, var kölluð út vegna málsins. vísir/vilhelm
Konan sem slasaðist í Reynisfjöru í gær hrasaði á göngustíg og fékk við það höfuðhögg. Þetta segir Sveinn Kristjáns Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.

Fyrstu upplýsingar frá lögreglu voru á þann veg að konan hefði fengið grjót í höfuðið en eftir vettvangsrannsókn kom í ljós að konan hefði fengið höfuðhögg eftir að hafa hrasað við göngu á stíg.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á þriðja tímanum í gær vegna slyssins en sjúkraflutningamenn fluttu hana áleiðis til Reykjavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til móts við sjúkraflutningamennina og fór með hana restina af leiðinni til Reykjavíkur þar sem konan var lögð inn á sjúkrahús.

Sveinn Kristján segir konuna ekki hafa verið í lífshættu en líðan hennar hafi verið óstöðug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hennar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×