Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal nýkjörin sveitarstjórn taka við störfum 15 dögum eftir kjördag. Þá skal starfsaldursforsetinn boða til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að sveitarstjórn tekur við störfum. Vísir/GVA „Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00