Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2018 18:03 Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun. Vísir(Valli Laun forstjóra Hörpu hafa ekki hækkað um 20 prósent, heldur 16,8. Þá hafa launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili, heldur yfir fjögur ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Hörpu ohf. Þar segir að árið 2014 hafi laun stjórnar og forstjóra félagsins hafi verið 25 milljónir. Þær hafi verið 26,4 árið 2015. 27,2 árið 2016 og 29,2 árið 2017. Í yfirlýsingunni segir að Svanhildur Konráðsdóttir hafi verið ráðin í febrúar 2017 og hafi laun hennar verið 1,5 milljón króna á mánuði og þau tóku breytingum samkvæmt kjarasamningi VR. Nú séu þau 1,567.500 krónur á mánuði.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunStjórn Hörpu samþykkti samninginn samhljóða og telur hann vera í samræmi við sambærileg störf. „Laun forstjóra voru ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hún á sig tímabundna launalækkun vegna úrskurðar kjararáðs. Þann 30. desember 2016 voru samþykkt á Alþingi ný lög um kjararáð sem kváðu m.a. á um það að frá 1. júli 2017 skyldu laun forstjóra ríkisfyrirtækja vera ákveðin af stjórnum þeirra en ekki falla undir ákvörðun ráðsins, og var samþykkt stjórnar Hörpu byggð á þeim lögum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir að samið var við forstjórann barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera 1.308.736 krónur á mánuði. „Því samþykkti forstjóri að umsamin mánaðarlaun skyldu lækka um kr. 191.264 fyrstu tvo mánuðina en samningurinn síðan gilda frá 1. júlí 2017. Umsamin laun eru því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs. Í samningi við forstjóra eru engin ákvæði um bónusa, auk þess sem innifalin er öll vinna utan venjulegs vinnutíma og seta í stjórnum dótturfélaga.“ Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Laun forstjóra Hörpu hafa ekki hækkað um 20 prósent, heldur 16,8. Þá hafa launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili, heldur yfir fjögur ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Hörpu ohf. Þar segir að árið 2014 hafi laun stjórnar og forstjóra félagsins hafi verið 25 milljónir. Þær hafi verið 26,4 árið 2015. 27,2 árið 2016 og 29,2 árið 2017. Í yfirlýsingunni segir að Svanhildur Konráðsdóttir hafi verið ráðin í febrúar 2017 og hafi laun hennar verið 1,5 milljón króna á mánuði og þau tóku breytingum samkvæmt kjarasamningi VR. Nú séu þau 1,567.500 krónur á mánuði.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunStjórn Hörpu samþykkti samninginn samhljóða og telur hann vera í samræmi við sambærileg störf. „Laun forstjóra voru ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hún á sig tímabundna launalækkun vegna úrskurðar kjararáðs. Þann 30. desember 2016 voru samþykkt á Alþingi ný lög um kjararáð sem kváðu m.a. á um það að frá 1. júli 2017 skyldu laun forstjóra ríkisfyrirtækja vera ákveðin af stjórnum þeirra en ekki falla undir ákvörðun ráðsins, og var samþykkt stjórnar Hörpu byggð á þeim lögum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir að samið var við forstjórann barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera 1.308.736 krónur á mánuði. „Því samþykkti forstjóri að umsamin mánaðarlaun skyldu lækka um kr. 191.264 fyrstu tvo mánuðina en samningurinn síðan gilda frá 1. júlí 2017. Umsamin laun eru því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs. Í samningi við forstjóra eru engin ákvæði um bónusa, auk þess sem innifalin er öll vinna utan venjulegs vinnutíma og seta í stjórnum dótturfélaga.“
Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00