Dómari í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í Mjanmar sagðist í gær meta framburð lögreglustjórans Moe Yan Naing sem áreiðanlegan. Naing kom fyrir dóm í apríl og sagði frá því þegar annar lögreglustjóri skipaði undirmönnum sínum að leiða blaðamennina í gildru.
Blaðamennirnir höfðu fjallað um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði þegar lögreglumaður bauðst til að hitta þá og afhenda þeim upplýsingar. Fundurinn reyndist gildra og voru þeir handteknir og hafa í dag verið í fangelsi í 143 daga.
Naing var í síðustu viku dæmdur í árs fangelsi fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglu. Dómarinn í málinu sagði í gær að Naing þyrfti að koma aftur fyrir dóm þann 9. maí næstkomandi svo hægt væri að spyrja hann frekar út í málið.
Erlent
Framburðurinn áreiðanlegur
Tengdar fréttir
Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum
Stjórnandi handtöku á tveimur blaðamönnum Reuters gerðist brotlegur við starfsreglur lögreglunnar að dómi lögregluréttar í Mjanmar. Hann hafði sagt að honum hefði verið fyrirskipað að leggja gildru fyrir blaðamennina.
Blaðamennirnir leiddir í gildru
Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru.
Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi.