Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 19:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. vísir/vilhelm Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50