Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við tvær starfskonur Eflingar sem segja forystu félagsins beita skoðanakúgun en þær eru nú í veikindaleyfi. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun.

Einnig fjöllum við um stöðu WOW air en stórir hluthafar í Icelandair Group reikna með að tillögu um kaup félagsins á WOW verði frestað á hluthafafundi á föstudag svo þeir fái betri tíma til að kynna sér stöðuna.

Við höldum áfram að fjalla um kjaramálin en formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður og við sláumst í hóp með skákáhugamönnum sem fylgjast spenntir með æsispennandi bráðabana í Lundúnum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×