Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 14:00 Ámundi á hliðarlínunni í Borgarnesi þar sem hann er alla jafna á leikjum liðsins. Mynd/facebooksíða skallagríms Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58