Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 23-24 | Selfyssingar á toppinn Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 22:30 Hergeir Grímsson og félagar í Selfossi geta nú farið að einbeita sér að deildinni. vísir/daníel þór Selfoss sótti stigin tvö á Seltjarnanesinu í kvöld þegar liðið vann Gróttu, 23-24. Grótta gerði Selfossi erfitt fyrir í seinni hálfleiknum eftir að gestirnir höfðu haft öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 10-14, Selfossi í vil. Selfoss tók fljótlega völdin í leiknum og leiddu eftir 15 mínútur með þremur mörkum, 4-7. Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Það hafði lítið uppá sig og Selfoss var komið í 5 marka forystu stuttu síðar, 5-10. Þá loksins kom áhlaup frá heimamönnum sem minnkuðu leikinn aftur niður í 3 mörk, 7-10. Selfoss leiddi svo að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 10-14. Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu grimmir inní seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, staðan þá 13-14. Jafnræði var svo með liðunum út allan seinni hálfleikinn. Grótta jafnaði í stöðunni 17-17 og náði svo forystunni í næstu sókn, 18-17 og stemningin í Gróttuliðinu var frábær á þessum tímapunkti. Magnús Öder Einarsson, leikmaður Gróttu, var frábær í leiknum og var það dýrt fyrir Gróttu þegar hann fékk sína þriðju brottvísun á 53’ mínútu og staðan þá jöfn 21-21. Heimamenn duttu niður í kjölfarið og Selfoss náði þriggja marka forystu, 21-24. Seltirningar reyndu hvað þeir gátu á loka mínútunum en lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu, 23-24, Selfossi í vil. Af hverju vann Selfoss?Selfoss er ógna sterkt lið og eftir að hafa náð góðri forystu í fyrri hálfleik þá var þetta bara spurning um að halda út seinni hálfleikinn. Grótta gerði þeim erfitt fyrir en Selfoss gerði bara það sem þurfti og áttu stigin tvö skilið. Hverjir stóðu upp úr?Elvar Örn Jónsson og Árni Steinn Steinþórsson voru atkvæðamestir í liði Selfoss, bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu 6 mörk hvor og áttu svo yfirburðarleik varnarlega. Hjá Gróttu var það Hreiðar Levý Guðmundsson sem kom sínum mönnum inní leikinn. Hann varði 17 skot og var með 42% markvörslu. Selfyssingurinn, Magnús Öder Einarsson, átti mjög góðan leik fyrir Gróttu. Hann var markahæstur með 6 mörk og var ógnandi allan tímann en varnarlega var það Hannes Grimm sem stóð uppúr. Hvað gekk illa? Grótta átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og heilt yfir voru þeir með alltof mikið af sóknarfeilum. Bæði lið létu dómgæsluna fara of mikið í taugarnar á sér. Þetta var fyrsti leikur dómaraparsins í Olís-deild karla og voru nokkrir vafasamir dómar í kvöld. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Selfyssingar Stjörnuna í heimsókn á meðan Grótta mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Báðir leikirnir eru á sunnudaginn, 2. desember. Patti: Við erum búnir að vera undir miklu álagi„Þetta var erfitt“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss „Ég er hrikalega ánægður með þennann sigur, við vorum 14-10 yfir í hálfleik, en fórum svo illa með færin okkar í seinni hálfleik. Við erum búnir að vera undir miklu álagi og ég var með þunnan hóp í dag. Haukur (Þrastarson) er meiddur og Sverrir gat ekki heldur spilað vegna meiðsla. Ég fann það alveg að liðið er búið að spila marga leiki á stuttum tíma svo það er mjög ánægjulegt að hafa klárað þetta með sigri í dag.“ „Grótta er með hörkulið, þeir hafa sýnt það í mörgum leikjum á tímabilinu. Maður veit alveg hvað Hreiðar getur, hann er frábær markvörður og hefur sýnt það oft. Hann verður ekkert verri með árunum. Magnús Öder, við vissum það alveg að hann yrði mjög virkur. Við vorum búnir að skoða það og okkur gekk vel á köflum með hann, en hann er góður eins og margir aðrir.“ sagði Patti og hrósar þar Hreiðari Levý Guðmundssyni og Magnúsi Öder Einarssyni, leikmönnum Gróttu, sem áttu báðir frábæran leik í dag Dómarar leiksins fengu þónokkra athygli í leiknum. Það var mikil harka og hiti í leikmönnum en svo voru einnig nokkrir vafasamir dómar sem féllu á bæði lið. Patrekur vildi ekki setja neitt sérstaklega út á dómarana að þessu sinni og gaf þeim skilning og óskaði þeim til hamingju eftir leikinn. „Hvað á maður að segja, þetta eru ungir strákar sem eru að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild. Þeir voru óöruggir og gerðu sín mistök en það voru líka leikmenn sem gerðu mistök. Ég ætla ekki að fara að tala um einhver atriði, það voru bæði hjá mér og svo getur Einar (Jónsson) örugglega þulið eitthvað upp fyrir þig líka, hann finnur pottþétt eitthvað. Þetta eru ungir strákar og einhverstaðar verða þeir að byrja svo ég óska þeim bara til hamingju með sinn fyrsta leik í efstu deild.“ sagði Patti nokkuð rólegur enda tók hann stigin tvö og hefur yfir litlu að kvarta. Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, var ekki með í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og Patrekur segir það ekki alveg vitað hvenær hann komi inn aftur. „Hann fékk högg á lærið í leiknum á móti Fram, í fyrstu hélt maður að þetta væri bara eitthvað týpískt, bólgur eða eitthvað. En þetta hefur ekkert farið úr og ég veit því ekkert hvað þetta á eftir að taka langan tíma. Hann er í stöðugri meðhöndlun. Ég vona að hann verði með í næsta leik en það er ekkert víst.“ sagði Patti að lokum Einar: Fæst orð bera minnsta ábyrgð„Við vorum helvíti nálægt því“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu „Við vorum býsna góðir í seinni en að sama skapi þá vorum við ekki sjálfum okkur líkir í fyrri. Á móti jafn góðu liði og Selfoss þá þarf maður að eiga fleiri góðar mínútur til að vinna. Við vorum helvíti nálægt því að ná stigi eða jafnvel stigum, en ég er bara ánægður með strákana hvernig þeir komu til baka eftir hálfleikinn“ „Eftir leikinn eru það bæði víti til varnaðar og hlutir sem voru jákvæðir. Í fyrri hálfleik þá vorum við ekki sjálfum okkur líkir og langt frá okkar gildum. Svo sýndum við virkilega hvað í okkur býr í seinni hálfleik og það er klárlega eitthvað sem við tökum með okkur í framhaldið.“ sagði Einar Sóknarleikurinn verður Gróttu gjarnan að falli en liðið hefur heilt yfir á tímabilinu spilað góða vörn og markvarslan er almennt góð. Einar segir að liðið sé búið að fá á sig einna fæst mörk í deildinni og það er alveg rétt aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk í vetur. Áhyggjuefnið hjá Einari er hins vegar sóknarleikurinn „Við erum í allan vetur búnir að vera að spila mjög góða vörn og fá góða markvörslu. Við erum búnir að fá einna fæst mörk á okkur af öllum í deildinni en við þurfum hins vegar að skora meira til þess að vinna leiki. Tæknifeilarnir eru alltof margir hjá okkur og við erum að ströggla sóknarlega af ýmsum ástæðum. Við sýndum það samt í seinni hálfleik að við getum gert betur, skoruðum 13 mörk og 26 mörk eiga að duga okkur ti sigurs.“ Einar ákvað að tjá sig ekki mikið um dómgæsluna heldur tala frekar um leikinn. Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir að tjá sig um dómgæslu og sagðist ætla að láta það alveg eiga sig eftir leik kvöldsins „Ég ákvað það bara strax eftir leik að tala bara um mitt lið, ég get líka alveg talað um Selfoss, það frábæra lið. Ég held að það sé best að ég láti það eiga sig sem fram fór hérna að þeirra hálfu. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, það er best að hafa það bara þannig.“ sagði Einar að lokum Olís-deild karla
Selfoss sótti stigin tvö á Seltjarnanesinu í kvöld þegar liðið vann Gróttu, 23-24. Grótta gerði Selfossi erfitt fyrir í seinni hálfleiknum eftir að gestirnir höfðu haft öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 10-14, Selfossi í vil. Selfoss tók fljótlega völdin í leiknum og leiddu eftir 15 mínútur með þremur mörkum, 4-7. Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Það hafði lítið uppá sig og Selfoss var komið í 5 marka forystu stuttu síðar, 5-10. Þá loksins kom áhlaup frá heimamönnum sem minnkuðu leikinn aftur niður í 3 mörk, 7-10. Selfoss leiddi svo að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 10-14. Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu grimmir inní seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, staðan þá 13-14. Jafnræði var svo með liðunum út allan seinni hálfleikinn. Grótta jafnaði í stöðunni 17-17 og náði svo forystunni í næstu sókn, 18-17 og stemningin í Gróttuliðinu var frábær á þessum tímapunkti. Magnús Öder Einarsson, leikmaður Gróttu, var frábær í leiknum og var það dýrt fyrir Gróttu þegar hann fékk sína þriðju brottvísun á 53’ mínútu og staðan þá jöfn 21-21. Heimamenn duttu niður í kjölfarið og Selfoss náði þriggja marka forystu, 21-24. Seltirningar reyndu hvað þeir gátu á loka mínútunum en lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu, 23-24, Selfossi í vil. Af hverju vann Selfoss?Selfoss er ógna sterkt lið og eftir að hafa náð góðri forystu í fyrri hálfleik þá var þetta bara spurning um að halda út seinni hálfleikinn. Grótta gerði þeim erfitt fyrir en Selfoss gerði bara það sem þurfti og áttu stigin tvö skilið. Hverjir stóðu upp úr?Elvar Örn Jónsson og Árni Steinn Steinþórsson voru atkvæðamestir í liði Selfoss, bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu 6 mörk hvor og áttu svo yfirburðarleik varnarlega. Hjá Gróttu var það Hreiðar Levý Guðmundsson sem kom sínum mönnum inní leikinn. Hann varði 17 skot og var með 42% markvörslu. Selfyssingurinn, Magnús Öder Einarsson, átti mjög góðan leik fyrir Gróttu. Hann var markahæstur með 6 mörk og var ógnandi allan tímann en varnarlega var það Hannes Grimm sem stóð uppúr. Hvað gekk illa? Grótta átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og heilt yfir voru þeir með alltof mikið af sóknarfeilum. Bæði lið létu dómgæsluna fara of mikið í taugarnar á sér. Þetta var fyrsti leikur dómaraparsins í Olís-deild karla og voru nokkrir vafasamir dómar í kvöld. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Selfyssingar Stjörnuna í heimsókn á meðan Grótta mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Báðir leikirnir eru á sunnudaginn, 2. desember. Patti: Við erum búnir að vera undir miklu álagi„Þetta var erfitt“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss „Ég er hrikalega ánægður með þennann sigur, við vorum 14-10 yfir í hálfleik, en fórum svo illa með færin okkar í seinni hálfleik. Við erum búnir að vera undir miklu álagi og ég var með þunnan hóp í dag. Haukur (Þrastarson) er meiddur og Sverrir gat ekki heldur spilað vegna meiðsla. Ég fann það alveg að liðið er búið að spila marga leiki á stuttum tíma svo það er mjög ánægjulegt að hafa klárað þetta með sigri í dag.“ „Grótta er með hörkulið, þeir hafa sýnt það í mörgum leikjum á tímabilinu. Maður veit alveg hvað Hreiðar getur, hann er frábær markvörður og hefur sýnt það oft. Hann verður ekkert verri með árunum. Magnús Öder, við vissum það alveg að hann yrði mjög virkur. Við vorum búnir að skoða það og okkur gekk vel á köflum með hann, en hann er góður eins og margir aðrir.“ sagði Patti og hrósar þar Hreiðari Levý Guðmundssyni og Magnúsi Öder Einarssyni, leikmönnum Gróttu, sem áttu báðir frábæran leik í dag Dómarar leiksins fengu þónokkra athygli í leiknum. Það var mikil harka og hiti í leikmönnum en svo voru einnig nokkrir vafasamir dómar sem féllu á bæði lið. Patrekur vildi ekki setja neitt sérstaklega út á dómarana að þessu sinni og gaf þeim skilning og óskaði þeim til hamingju eftir leikinn. „Hvað á maður að segja, þetta eru ungir strákar sem eru að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild. Þeir voru óöruggir og gerðu sín mistök en það voru líka leikmenn sem gerðu mistök. Ég ætla ekki að fara að tala um einhver atriði, það voru bæði hjá mér og svo getur Einar (Jónsson) örugglega þulið eitthvað upp fyrir þig líka, hann finnur pottþétt eitthvað. Þetta eru ungir strákar og einhverstaðar verða þeir að byrja svo ég óska þeim bara til hamingju með sinn fyrsta leik í efstu deild.“ sagði Patti nokkuð rólegur enda tók hann stigin tvö og hefur yfir litlu að kvarta. Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, var ekki með í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og Patrekur segir það ekki alveg vitað hvenær hann komi inn aftur. „Hann fékk högg á lærið í leiknum á móti Fram, í fyrstu hélt maður að þetta væri bara eitthvað týpískt, bólgur eða eitthvað. En þetta hefur ekkert farið úr og ég veit því ekkert hvað þetta á eftir að taka langan tíma. Hann er í stöðugri meðhöndlun. Ég vona að hann verði með í næsta leik en það er ekkert víst.“ sagði Patti að lokum Einar: Fæst orð bera minnsta ábyrgð„Við vorum helvíti nálægt því“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu „Við vorum býsna góðir í seinni en að sama skapi þá vorum við ekki sjálfum okkur líkir í fyrri. Á móti jafn góðu liði og Selfoss þá þarf maður að eiga fleiri góðar mínútur til að vinna. Við vorum helvíti nálægt því að ná stigi eða jafnvel stigum, en ég er bara ánægður með strákana hvernig þeir komu til baka eftir hálfleikinn“ „Eftir leikinn eru það bæði víti til varnaðar og hlutir sem voru jákvæðir. Í fyrri hálfleik þá vorum við ekki sjálfum okkur líkir og langt frá okkar gildum. Svo sýndum við virkilega hvað í okkur býr í seinni hálfleik og það er klárlega eitthvað sem við tökum með okkur í framhaldið.“ sagði Einar Sóknarleikurinn verður Gróttu gjarnan að falli en liðið hefur heilt yfir á tímabilinu spilað góða vörn og markvarslan er almennt góð. Einar segir að liðið sé búið að fá á sig einna fæst mörk í deildinni og það er alveg rétt aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk í vetur. Áhyggjuefnið hjá Einari er hins vegar sóknarleikurinn „Við erum í allan vetur búnir að vera að spila mjög góða vörn og fá góða markvörslu. Við erum búnir að fá einna fæst mörk á okkur af öllum í deildinni en við þurfum hins vegar að skora meira til þess að vinna leiki. Tæknifeilarnir eru alltof margir hjá okkur og við erum að ströggla sóknarlega af ýmsum ástæðum. Við sýndum það samt í seinni hálfleik að við getum gert betur, skoruðum 13 mörk og 26 mörk eiga að duga okkur ti sigurs.“ Einar ákvað að tjá sig ekki mikið um dómgæsluna heldur tala frekar um leikinn. Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir að tjá sig um dómgæslu og sagðist ætla að láta það alveg eiga sig eftir leik kvöldsins „Ég ákvað það bara strax eftir leik að tala bara um mitt lið, ég get líka alveg talað um Selfoss, það frábæra lið. Ég held að það sé best að ég láti það eiga sig sem fram fór hérna að þeirra hálfu. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, það er best að hafa það bara þannig.“ sagði Einar að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti