Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fréttablaðið/ERNIR Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira