HB Grandi fer yfir kvótaþakið með kaupunum á Ögurvík Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 06:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. fréttablaðið/anton brink Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira