Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 22:38 Það tók dómsmálaráðherrann sex daga að eyða umdeildu færslunni af Facebook-síðu sinni. Vísir/EPA Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka. Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka.
Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40