Sættu ofsóknum í heimalandinu og hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:45 Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ. Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00