Telja sérhæfða þjónustu geta verið á þriðja spítalanum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. mars 2018 12:28 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi. Vísir/Anton Brink Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir. Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir.
Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira