Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2018 18:30 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskpktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira