Ólafía fór vel af stað á Volvik Championship Ísak Jasonarson skrifar 24. maí 2018 18:23 Flottur hringur hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira