Enski boltinn

Umferðin sem gladdi stuðningsmenn Liverpool og Man Utd - Sjáðu allt það helsta

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar gladdi sérstaklega stuðningsmenn Liverpool og Manchester United en hér má sjá allt það helsta úr 18. umferð deildarinnar.



Stuðningsmenn Liverpool brosa líklega hvað mest yfir hátíðarnar en þeir tróna á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot eftir sigur á Wolves.



Manchester City átti möguleika að minnka forskot Liverpool niður í eitt stig, en þeir töpuðu mjög óvænt gegn Crystal Palace á heimavelli. Andros Townsend skoraði stórkostlegt mark í leiknum en það er án efa eitt af mörkum tímabilsins.



Þá tapaði Chelsea líka á heimavelli gegn Leicester.



Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri en hann mun stýra félaginu út tímabilið.



Rauðu Djöflarnir léku á alls oddi og unnu Cardiff á útivelli 5-1.



Þá unnu Lundúnarliðin Tottenham og Arsenal mikilvæga sigra í baráttunni um Meistaradeildasætin.



Sjáðu allt það helsta úr 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hér.

Markvörslur helgarinnar
Klippa: Saves Of The Round
Mörk helgarinnar
Klippa: Goals Of The Round
Augnablik helgarinnar
Klippa: Moment Of The Round



Fleiri fréttir

Sjá meira


×