Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 19:30 Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. Bryndís Bjarnadóttir spilaði handbolta með Val til fjölda ára en þegar hún var fimmtán ára gömul kom reyndur þjálfari inn í hópinn og hóf að spjalla við hana í gegnum netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega," segir Bryndís. Hún segir handboltann hafa verið ómissandi þátt af lífinu og því hafi hún látið á engu bera. „Mér fannst skárra að eiga þessi samtöl við hann, segja það sem ég hélt að hann myndi vilja heyra en gráta síðan fyrir framan tölvuna og mæta á æfingar eins og ekkert væri. Hann var sá sem réði því hvort ég myndi spila eða ekki," segir Bryndís.Segir stjórnarmeðlim vita af áreitninni Þegar önnur stelpa sagði frá áreitni þjálfarans töluverðu síðar steig Bryndís einnig fram. Hann var þá rekinn frá Val en leitaði til annarra félaga. Nokkur félög höfnuðu honum áður en hann fékk inn hjá öðru. „Ég veit það fyrir víst að félag, eða meðlimur í stjórninni veit af þessu, eða að minnsta kosti vissi þegar þau réðu hann. Og þau gerðu það samt," segir hún. Þegar Bryndís sneri seinna til starfa hjá Val upplifði hún að málinu væri tekið létt hjá mörgum innan félagsins. „Þá fékk ég stundum nafnlausar símhringingar frá strákum í félaginu þar sem þeir gerðu grín af atvikinu og voru að þykjast vera þjálfarinn minn," segir Bryndís.Boðið til Katar af HSÍ HSÍ var látið vita af málunum og vildi fjölskylda Bryndísar að manninum yrði bannað að starfa innan hreyfingarinnar. Við því var ekki brugðist og þá meðal annars vegna skorts á sönnunum og vísað var til þess að hann væri einungis í sjálfboðaliðastarfi á þeim tíma. „Það var sagt að hann myndi ekki koma nálægt yngri landsliðum lengur, ekki fara í keppnisferðir með stelpum. Þangað til ég sé hann allt í einu á HM í Katar og frétti að honum hefði verið boðið þangað af HSÍ. Af því hann hafði staðið sig svo vel fyrir það sérsamband," segir Bryndís. Hún telur að taka þurfi mun betur á svona málum þannig að treysta megi á öruggt umhverfi innan íþróttafélaga. Líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur verið stofnaður starfshópur sem á að vinna að aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og áreitis innan íþrótta. „Það að koma fram á ekki að þýða að þolandinn eigi á hættu að það bitni á honum," segir Bryndís. MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00 Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. Bryndís Bjarnadóttir spilaði handbolta með Val til fjölda ára en þegar hún var fimmtán ára gömul kom reyndur þjálfari inn í hópinn og hóf að spjalla við hana í gegnum netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega," segir Bryndís. Hún segir handboltann hafa verið ómissandi þátt af lífinu og því hafi hún látið á engu bera. „Mér fannst skárra að eiga þessi samtöl við hann, segja það sem ég hélt að hann myndi vilja heyra en gráta síðan fyrir framan tölvuna og mæta á æfingar eins og ekkert væri. Hann var sá sem réði því hvort ég myndi spila eða ekki," segir Bryndís.Segir stjórnarmeðlim vita af áreitninni Þegar önnur stelpa sagði frá áreitni þjálfarans töluverðu síðar steig Bryndís einnig fram. Hann var þá rekinn frá Val en leitaði til annarra félaga. Nokkur félög höfnuðu honum áður en hann fékk inn hjá öðru. „Ég veit það fyrir víst að félag, eða meðlimur í stjórninni veit af þessu, eða að minnsta kosti vissi þegar þau réðu hann. Og þau gerðu það samt," segir hún. Þegar Bryndís sneri seinna til starfa hjá Val upplifði hún að málinu væri tekið létt hjá mörgum innan félagsins. „Þá fékk ég stundum nafnlausar símhringingar frá strákum í félaginu þar sem þeir gerðu grín af atvikinu og voru að þykjast vera þjálfarinn minn," segir Bryndís.Boðið til Katar af HSÍ HSÍ var látið vita af málunum og vildi fjölskylda Bryndísar að manninum yrði bannað að starfa innan hreyfingarinnar. Við því var ekki brugðist og þá meðal annars vegna skorts á sönnunum og vísað var til þess að hann væri einungis í sjálfboðaliðastarfi á þeim tíma. „Það var sagt að hann myndi ekki koma nálægt yngri landsliðum lengur, ekki fara í keppnisferðir með stelpum. Þangað til ég sé hann allt í einu á HM í Katar og frétti að honum hefði verið boðið þangað af HSÍ. Af því hann hafði staðið sig svo vel fyrir það sérsamband," segir Bryndís. Hún telur að taka þurfi mun betur á svona málum þannig að treysta megi á öruggt umhverfi innan íþróttafélaga. Líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur verið stofnaður starfshópur sem á að vinna að aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og áreitis innan íþrótta. „Það að koma fram á ekki að þýða að þolandinn eigi á hættu að það bitni á honum," segir Bryndís.
MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00 Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00
Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00