Handbolti

Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Aron Pálmarsson spjallar hér við Serbann Marko Vujin en þeir léku saman hjá Kiel á sínum tíma.
Aron Pálmarsson spjallar hér við Serbann Marko Vujin en þeir léku saman hjá Kiel á sínum tíma. vísir/ernir
Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur.

Hótelið er fimm stjörnu og um fimmtán mínútum frá miðbæ Split. Þar liggur þetta hótel við sjóinn, ströndina og snekkjurnar. Veðrið er líka gott og því væsir ekki um okkar menn.

Þeir voru eðlilega í góðu skapi er þeir hittu fjölmiðlamenn á hótelinu upp úr hádegi. Svo fengu þeir nokkra klukkutíma í frí sem þeir gátu nýtt í að hitta ættingja og vini sem þegar voru farnir að streyma upp á hótel er fjölmiðlamenn bar að garði.

Í kvöld er svo æfing í keppnishöllinni þar sem unnið verður að því að leggja sterkt lið Króata annað kvöld.

Strákarnir geta sólað sig og notið lífsins á milli leikja. Ekki yfir neinu að kvarta.vísir/ernir
Það þarf að sinna þessum myndatökum.vísir/ernir

Tengdar fréttir

Duvnjak úr leik hjá Króötum

Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.

Myndaveisla frá Split

Ísland vann sigur á Svíum í frábærum leik í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu í dag. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis, er í Split og festi daginn á filmu.

Skýrsla Henrys: Tóku Svíana í vörina

Svo frábær var leikur strákanna okkar í 40 mínútur að liðið gat leyft sér að eiga tvo slæma kafla gegn sterku liði Svía og vinna samt. Það er magnað. Íslenska liðið tók þjóðina í enn eina rússibanareiðina í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×