VAR Pepsimarkanna hefur talað: Óskar Örn skoraði mark á Kópavogsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 17:45 Tölvutækni Pepsimarkanna sýnir boltann vel fyrir innan línuna S2 Sport Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30
Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45