Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:55 Kona kemur fyrir skóm á torgi fyrir framan þinghúsið í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó í júní. Hvert par átti að tákna íbúa eyjunnar sem fórst af völdum Maríu. Vísir/EPA Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12