Hamilton stal ráspólnum á lokahringnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:09 Félagarnir hjá Mercedes ræsa fremstir vísir/getty Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira