Lífið

Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma.
Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. Vísir/getty
Nú hefur komið í ljós að Söngkonan Demi Lovato var ekki ein kvöldið sem hún tók inn of stóran skammt af heróini. Á þriðjudaginn komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu.

Vinir hennar, sem voru með henni í gleðskap um kvöldið, eiga að hafa gefið henni lyfið Narcan sem notað er við of stórum skammti. Það er talið hafa bjargað lífi söngkonunnar.

„Það var skynsamlegt hjá vinum hennar, eða hjá hverjum sem það var, að hafa Narcan við höndina. Það hefur sennilega bjargað lífi hennar,“ segir Dr. Laurence Westreich, geðlæknir sem sérhæfir sig í fíknisjúkdómum í samtali við fréttastofu CBS.

Í neyðarlínusímtalinu örlagaríka fer vinur söngkonunnar þess á leit við lögreglu að sjúkrabíllinn kæmi að húsinu með slökkt á öllum sírenum. Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af sjúkrahúsinu.

Að því er heimildir Entertainment Tonight herma voru fjölskylda og vinir Lovato farin að gruna að hún væri komin í vondan félagsskap og að hún væri farin að skemmta sér með fólki sem ýtti undir fíkniefnaneyslu hennar. Þá væri hún einnig að hitta karlmann sem fjölskyldunni geðjast illa að.

Vikurnar áður en Lovato tók of stóran skammt hafði henni liðið illa. Hún hafi unnið allt of mikið og var orðin of „meðvituð“ um sig sjálfa og útlit sitt. Vinir hennar segja að söngkonan hafi verið allt of hörð við sig síðastliðnar vikur og þá hafi hún hafnað allri hjálp.

Í heimildarmyndinni Simply Complicated sem kom út í fyrra sagði Lovato að faðir sinn hafi verið eiturlyfjafíkill og alkóhólisti. „Ég held að ég hafi ávallt leitað að því sem hann fann í eiturlyfjunum og alkóhólinu því það virtist fullnægja öllum hans þörfum. Hann valdi það fram yfir fjölskylduna.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.