Nýjasta níðyrðið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar