Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 19:12 Fellibylurinn María lék Púertó Ríkó grátt í september í fyrra og setur enn mark sitt á daglegt líf íbúa þar. Vísir/EPA Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar. Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar.
Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36
Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53