Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út á Seltjarnarnesi í dag þar sem maður sagðist ætla að skaða sig. Mikill viðbúnaður var við Kirkjubraut og var sjúkrabíll einnig kallaður til en honum snúið við. „Við komum í tæka tíð,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgerðum lögreglunnar er lokið en Fréttablaðið segir sérsveitarmennina hafa verið vopnaða og með hlífðarskjöld. Þá segir Mbl.is að tveir einstaklingar hafi verið fluttir úr íbúð við Kirkjubraut.
Sérsveitin kölluð til á Seltjarnarnesi
Samúel Karl Ólason skrifar
