Innlent

Þyrlan kölluð út vegna konu sem slasaðist í Reynisfjöru

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Reynisfjöru en myndin er úr safni.
Frá Reynisfjöru en myndin er úr safni. Vísir/Friðrik Þór
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna konu sem slasaðist í Reynisfjöru fyrr í dag. Tvennum sögum fer af því hvernig konan slasaðist. Lögregla fékk þær upplýsingar að hún hefði fengið grjót í höfuðið en aðili í björgunarsveit segir konan hafa fallið á göngustíg.

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út á þriðja tímanum í dag vegna slyssins. Ekki liggja frekari upplýsingar um tildrög en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir sjúkraflutningamenn flytja konuna áleiðis til Reykjavíkur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar muni síðan fara með hana á sjúkrahús í Reykjavík. Er konan sögð talsvert slösuð.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×