Innlent

Forsætisráðherra Eistlands í lögreglufylgd í Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands.
Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands. Vísir/EPA
Forsætisráðherra Eistlands, Jüri Ratas, er í opinberri heimsókn hér á landi. Margir á höfuðborgarsvæðinu hafa vafalaust orðið varir við bílalest hans sem hefur farið um borgina í dag.

Erlendir þjóðhöfðingjar fá jafnan lögreglufylgd þegar þeir eru í opinberum erindagjörðum og mátti sjá þegar lögreglan stöðvaði umferð á Hringbraut fyrr í dag svo bílalestin ætti greiðan aðgang þar um. Forsætisráðherranum fylgdu bifhjól og bílar frá lögreglunni sem og bíll frá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Forsætisráðherrann fundaði meðal annars með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og heimsótti Alþingi klukkan þrjú í dag.

Hann fer af landi brott á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×