Mjólkursamsalan dæmd til að greiða 480 milljónir í sektir vegna brota á samkeppnislögum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 14:41 Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna dómsins en þar kemur fram að við fjárhæð sektar lítur dómurinn til þess að brot MS hafi verið alvarlegt og staðið í langan tíma. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mjólkursamsöluna (MS) til að greiða sekt að fjárhæð 440.000.000 kr. vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, það er hrámjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) þurftu að greiða. MS ætlar að áfrýja dómnum sem féll í dag. Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna dómsins en þar kemur fram að við fjárhæð sektar lítur dómurinn til þess að brot MS hafi verið alvarlegt og staðið í langan tíma. Hafi brotið varðað vinnslu mikilvægrar neysluvöru og hafi aðgerðir MS verið fallnar til að skaða samkeppni og neytendur með alvarlegum hætti. Þá var litið til þess að um ítrekað brot var að ræða. Í dóminum er jafnframt fallist á að MS hafi veikt samkeppnisstöðu smærri keppinauta, til dæmis mjólkurbúsins Kú og haft bein áhrif á vöxt þeirra. Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar samkeppnismála í úrskurði frá 18. nóvember 2016 um að búvörulög hafi heimilað framangreinda háttsemi er því felld úr gildi. Er dómurinn í samræmi við sératkvæði í úrskurði áfrýjunarnefndar sem taldi að staðfesta bæri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt staðfestir dómurinn fyrrgreindan úrskurð áfrýjunarnefndar um að MS hafi brotið upplýsingaskyldu samkeppnislaga með því að halda mikilvægu gagni frá Samkeppniseftirlitinu. Í dóminum segir um þetta: „Með háttalagi sínu torveldaði aðalstefnandi rannsókn málsins og því þurfti að hefja rannsóknina að nýju“. Þykir fjárhæð sektarinnar, 40 milljónir króna hæfileg. Til dómsmálsins var stofnað annars vegar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og hins vegar af hálfu MS. Til grundvallar rannsóknum eftirlitsins lá kvörtun frá Mjólkurbúinu Kú.MS og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði Í júlí 2016 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan (MS) hefði með alvarlegum hætti brotið gegn banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Nánar tiltekið hefði MS misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) fengu sama hráefni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða eftirlitsins var að þetta hefði veitt MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum. Með þessu móti hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS og tengd félög verið skert með alvarlegum hætti, en á endanum væri það til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda og bænda. Auk þess að leggja sekt á MS vegna m.a. þessa brots beindi Samkeppniseftirlitið fyrirmælum til MS. Tilgangur þeirra var að vinna gegn því að samskonar brot yrðu framin aftur og skapa skilyrði fyrir því að smáir keppinautar MS geti starfað á markaðnum til frambúðar. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 18. nóvember 2016. Meirihluti nefndarinnar komst m.a. að þeirri niðurstöðu að undanþáguákvæði búvörulaga hefðu vikið banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu til hliðar. Af þessu leiddi að sekt MS vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga var felld úr gildi og hið sama gildir um framangreind fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins. Á hinn bóginn staðfesti nefndin að MS hefði framið alvarlegt brot á upplýsingaskyldu samkeppnislaga og að fyrirtækinu bæri að greiða 40.000.000 kr. sekt vegna þess. Fóru með málið fyrir dómstólaEftir skoðun á forsendum meirihluta áfrýjunarnefndar taldi Samkeppniseftirlitið að því bæri að bera framangreindan úrskurð undir dómstóla og stefndi MS fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að þola ógildingu á framangreindri niðurstöðu meirihluta áfrýjunarnefndar um samspil búvörulaga og samkeppnislaga. Miðaði sú málshöfðun að því að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu tæki að fullu til MS. Jafnframt yrði fengin fullnaðarúrlausn um hvort að fyrirtækið skyldi sæta fullri ábyrgð vegna þeirrar háttsemi sem fjallað var um í málinu og Samkeppniseftirlitið hefði metið sem alvarleg brot gegn minni keppinautum. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál. Tilgangur þessarar lagabreytingar var að gera Samkeppniseftirlitinu betur kleift að „vernda þá lögvörðu almannahagsmuni sem felast í virkri samkeppni“. Taldi löggjafinn mikilvægt að Samkeppniseftirlitið gæti borið „stór og mikilvæg mál“ sem varða hagsmuni neytenda undir dómstóla. Með þessu móti væri stuðlað að jafnræði á milli gæslu almannahagsmuna og einkahagsmuna fyrirtækja fyrir dómstólum í samkeppnismálum. Uppfært klukkan 15:50 eftir tilkynningu MS að dómnum yrði áfrýjað. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mjólkursamsöluna (MS) til að greiða sekt að fjárhæð 440.000.000 kr. vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, það er hrámjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) þurftu að greiða. MS ætlar að áfrýja dómnum sem féll í dag. Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna dómsins en þar kemur fram að við fjárhæð sektar lítur dómurinn til þess að brot MS hafi verið alvarlegt og staðið í langan tíma. Hafi brotið varðað vinnslu mikilvægrar neysluvöru og hafi aðgerðir MS verið fallnar til að skaða samkeppni og neytendur með alvarlegum hætti. Þá var litið til þess að um ítrekað brot var að ræða. Í dóminum er jafnframt fallist á að MS hafi veikt samkeppnisstöðu smærri keppinauta, til dæmis mjólkurbúsins Kú og haft bein áhrif á vöxt þeirra. Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar samkeppnismála í úrskurði frá 18. nóvember 2016 um að búvörulög hafi heimilað framangreinda háttsemi er því felld úr gildi. Er dómurinn í samræmi við sératkvæði í úrskurði áfrýjunarnefndar sem taldi að staðfesta bæri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt staðfestir dómurinn fyrrgreindan úrskurð áfrýjunarnefndar um að MS hafi brotið upplýsingaskyldu samkeppnislaga með því að halda mikilvægu gagni frá Samkeppniseftirlitinu. Í dóminum segir um þetta: „Með háttalagi sínu torveldaði aðalstefnandi rannsókn málsins og því þurfti að hefja rannsóknina að nýju“. Þykir fjárhæð sektarinnar, 40 milljónir króna hæfileg. Til dómsmálsins var stofnað annars vegar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og hins vegar af hálfu MS. Til grundvallar rannsóknum eftirlitsins lá kvörtun frá Mjólkurbúinu Kú.MS og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði Í júlí 2016 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan (MS) hefði með alvarlegum hætti brotið gegn banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Nánar tiltekið hefði MS misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar (Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og dótturfélag þess) fengu sama hráefni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða eftirlitsins var að þetta hefði veitt MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum. Með þessu móti hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS og tengd félög verið skert með alvarlegum hætti, en á endanum væri það til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda og bænda. Auk þess að leggja sekt á MS vegna m.a. þessa brots beindi Samkeppniseftirlitið fyrirmælum til MS. Tilgangur þeirra var að vinna gegn því að samskonar brot yrðu framin aftur og skapa skilyrði fyrir því að smáir keppinautar MS geti starfað á markaðnum til frambúðar. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 18. nóvember 2016. Meirihluti nefndarinnar komst m.a. að þeirri niðurstöðu að undanþáguákvæði búvörulaga hefðu vikið banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu til hliðar. Af þessu leiddi að sekt MS vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga var felld úr gildi og hið sama gildir um framangreind fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins. Á hinn bóginn staðfesti nefndin að MS hefði framið alvarlegt brot á upplýsingaskyldu samkeppnislaga og að fyrirtækinu bæri að greiða 40.000.000 kr. sekt vegna þess. Fóru með málið fyrir dómstólaEftir skoðun á forsendum meirihluta áfrýjunarnefndar taldi Samkeppniseftirlitið að því bæri að bera framangreindan úrskurð undir dómstóla og stefndi MS fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að þola ógildingu á framangreindri niðurstöðu meirihluta áfrýjunarnefndar um samspil búvörulaga og samkeppnislaga. Miðaði sú málshöfðun að því að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu tæki að fullu til MS. Jafnframt yrði fengin fullnaðarúrlausn um hvort að fyrirtækið skyldi sæta fullri ábyrgð vegna þeirrar háttsemi sem fjallað var um í málinu og Samkeppniseftirlitið hefði metið sem alvarleg brot gegn minni keppinautum. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál. Tilgangur þessarar lagabreytingar var að gera Samkeppniseftirlitinu betur kleift að „vernda þá lögvörðu almannahagsmuni sem felast í virkri samkeppni“. Taldi löggjafinn mikilvægt að Samkeppniseftirlitið gæti borið „stór og mikilvæg mál“ sem varða hagsmuni neytenda undir dómstóla. Með þessu móti væri stuðlað að jafnræði á milli gæslu almannahagsmuna og einkahagsmuna fyrirtækja fyrir dómstólum í samkeppnismálum. Uppfært klukkan 15:50 eftir tilkynningu MS að dómnum yrði áfrýjað.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira