Innlent

Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu MMR vegna könnunarinnar kemur fram að karlar kváðust í meira mæli hlynntir áframhaldandi hvalveiðum heldur en konur.
Í tilkynningu MMR vegna könnunarinnar kemur fram að karlar kváðust í meira mæli hlynntir áframhaldandi hvalveiðum heldur en konur. VÍSIR/VILHELM
Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný.

Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur.

Í tilkynningu MMR vegna könnunarinnar kemur fram að karlar kváðust í meira mæli hlynntir áframhaldandi hvalveiðum heldur en konur.

Þá var stuðningurinn minnstur á meðal svarenda á aldriinum 19 til 29 ára og svarendur á landsbyggðinni voru hlynntari hvalveiðum heldur en þeir á höfuðborgarsvæðinu.

„Stuðningsfólk Samfylkingar (59%), Viðreisnar (55%), Vinstri grænna (46%) og Pírata (45%) var líklegast til vera andvígt því að hvalveiðum Íslendinga yrði haldið áfram.

Stuðningsfólk Miðflokks (59%), Framsóknarflokks (48%), Flokks fólksins (47%) og Sjálfstæðisflokks (44%) var hins vegar líklegast til að vera hlynnt áframhaldandi hvalveiðum,“ segir í tilkynningu MMR.

Andstaða gegn áframhaldandi hvalveiðum jókst svo með aukinni menntun og heimilistekjum.

Könnunin var framkvæmd dagana 26. apríl til 2. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 961 einstaklingur, 18 ára og eldri.

Nánar má lesa um könnunina hér.


Tengdar fréttir

Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel

Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×