Hlynur stendur í vegi fyrir nýrri skólplögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Nágrannaerjur í miðborginni. Vísir/GVA „Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira