Afdrif áhrifamanna í bankakerfinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 6. október 2018 07:30 Bjarni Ármannsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Halldór Kristjánsson og Hannes Smárason. Bankastjórar, stórir hluthafar í bönkunum og aðrir áhrifamenn í fjármálalífinu hurfu margir hverjir úr sviðsljósinu í kjölfar fjármálahrunsins. Flestir þeirra hafa þó náð að fóta sig að nýju. Björgólfur Thor Björgólfsson.Fréttablaðið/GVABjörgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson var árið 2007 í 249. sæti á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn veraldar. Hann var aðaleigandi Landsbankans og Actavis, auk þess að eiga í fjarskiptafyrirtækjum erlendis. Björgólfur lauk skuldauppjöri í ágúst 2014 en í því fólst að Björgólfur Thor yrði áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, pólska fjarskiptafélaginu Play, nýsköpunarfyrirtækinu CCP og gagnaverinu Verne Holding. Fjarskiptafélagið Nova, sem Björgólfur stofnaði 2006, var selt til bandarísks eignastýringarfyrirtækis árið 2016 og CCP var nýlega selt til Suður-Kóreu fyrir 46 milljarða króna. Greint var frá því í vor að Björgólfur væri í sæti 1.215 á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Voru auðævi hans þá metin á 211 milljarða króna. „Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skríða undir stein og bíða eftir að storminum lægði. Mér leið svo illa út af þessu öllu saman,“ er haft eftir Björgólfi í viðtali við Forbes.Hannes Smárason ásamt verjendum sínum í dómsal.Fréttablaðið/GVAHannes SmárasonHannes Smárason var um tíma einn stærsti eigandinn í fjárfestingarisanum FL Group. Hann tók við forstjórastöðu hjá félaginu árið 2005 en lét síðan af störfum í árslok 2007 þegar Baugur Group varð aðaleigandi í kjölfar hlutafjáraukningar. Samkvæmt ferilskrá Hannesar sinnti hann ýmsum störfum fyrir Íslenska erfðagreiningu eftir hrun og veitti hann ráðgjöf vegna sölu fyrirtækisins til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Hannes var einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins WuXI NextCODE árið 2013. Það var keypt á 8,5 milljarða króna tveimur árum síðar. Hannes varð forstjóri WuXi NextCODE vorið 2017 en hætti rúmu ári síðar.Hreiðar Már Sigurðsson.fréttablaðið/eyþórHreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már Sigurðsson hafði starfað hjá Kaupþingi frá árinu 1994 þegar hann var ráðinn forstjóri bankans árið 2003. Eftir fall bankans sneru Hreiðar og fjölskylda hans sér að rekstri gistihúsa. Félagið Gistiver tengdist rekstri gististaða víðsvegar um landið. Meðal þeirra er lúxusgistihúsið ION hótel á Nesjavöllum við Þingvallavatn. „Ég held að við höfum verið kynslóð stjórnenda sem ætlaði ekki að láta nappa sig í Öskjuhlíðinni,“ sagði Hreiðar Már við Rannsóknarnefnd Alþingis.Halldór J. Kristjánsson.Vísir/VilhelmHalldór J. Kristjánsson Halldór J. Kristjánsson var bankastjóri Landsbanka frá árinu 1998 og fram að fjármálahruninu en áður starfaði hann sem ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Halldór fór til Kanada í kjölfar fjármálahrunsins og var ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá fjármálafyrirtækinu Direct Cash Bank. Rúmu ári síðar réð hann sig til fjármálafyrirtækisins Prospect Financial Group. Fyrirtækið komst í fréttir hérlendis þegar greint var frá því að það væri tilbúið til að gangast í ábyrgð fyrir fjármögnun á hluta tilboðs Steingríms Erlingssonons, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, í eignarhluti tveggja stærstu hluthafa íslenska olíuþjónustufyrirtækisins.Sigurjón Þ. Árnason.Vísir/VilhelmSigurjón Þ. Árnason Sigurjón Þ. Árnason tók við stöðu bankastjóra Landsbanka Íslands vorið 2003 við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans. Eftir fjármálahrunið tók Sigurjón að sér stundakennslu við tækni og verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur en hann er verkfræðingur að mennt. Sigurjón hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá Veritas ráðgjöf. Hann veitti til að mynda ráðgjöf í deilu Sunshine Press og Datacell við Valitor. Deilan snýst um lok á greiðslugátt fyrir fjáröflun Wikileaks og lagði Sigurjón mat á tjón félaganna. Sigurjón veitti auk þess ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á United Silicon. „Ég var sannfærður fram á síðustu stundu að við myndum lifa þetta af,“Bjarni Ármannsson.Vísir/VilhelmBjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri Glitnis vorið 2007 eftir tíu í ár stólnum í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Síðan þá hefur hann virkur í fjárfestingum hérlendis. Bjarni hefur frá árinu 2012 byggt upp flutningastarfsemina Cargow á Norður-Atlantshafi á grundvelli þjónustusamnings við álrisann Alcoa. Þá varð hann nýlega næststærsti hluthafinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood. Fjárfestingafélag Bjarna, Sjávarsýn, hagnaðist um 420 milljónir króna á síðasta ári en félagið á meðal annars hluti í hreinlætisvörufyrirtækinu Tandur og Ellingsen. „Ég get verið sjálfum mér reiður fyrir að hafa tekið ákvarðanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst,“ skrifaði Bjarni í grein í Morgunblaðið ársbyrjun 2009.Jón Ásgeir Jóhannesson (fremstur á mynd) og Lárus Welding fyrir aftan hann.vísir/gvaLárus Welding Lárus Welding var ráðinn bankastjóri Glitnis en hann tók við starfinu af Bjarna Ármannssyni. Fyrir það gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Landsbankans í Lundúnum frá árinu 2003. Lárus hefur frá hruni sinnt ýmsum ráðgjafarstörfum og kom meðal annars að sölu á helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í sumar. Þá unnið fyrir Malcolm Walker, eiganda verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi og veitti honum ráðgjöf í tengslum við kaup Bretlands á brugghúsi Ölgerðarinnar í Borgarfirði árið 2012. „Ákvörðunin sem ég myndi vilja taka aftur er að taka að mér starf forstjóra Glitnis,“ sagði Lárus í yfirlýsingu í dómsal 2017.Jón Ásgeir Jóhannesson Kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson byggði upp verslunarveldi út frá stofnun Bónuss 1989 og varð einn stærsti eigandinn í Glitni í gegnum FL Group vorið 2007. Á meðal eigna hans og eiginkonu hans Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur í dag eru Fréttablaðið, 101 Hótel og yfir fimm prósenta hlutur í Högum. Nýlega var greint frá því að þau hefðu selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna til þess að bæta við hlut sinn í Högum. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar Sýn keypti stærstan hluta reksturs 365 miðla í fyrra.Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir.Ágúst og Lýður Guðmundssynir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, oftast kenndir við fyrirtækið Bakkavör, voru fyrir fall Kaupþings í hópi stærstu eigenda bankans. Bræðurnir misstu tökin á Bakkavör í kjölfar fjármálahrunsins en fyrir rúmum tveimur árum keyptu þeir hlut íslenskra lífeyrissjóða og Arion banka í félaginu sem síðan var skráð á markað. Ágúst og Lýður voru í 197. sæti yfir ríkustu íbúa Bretlands samkvæmt lista The Sunday Times frá síðustu áramótum. Voru eignir þeirra metnar á rúmlega 100 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Bankastjórar, stórir hluthafar í bönkunum og aðrir áhrifamenn í fjármálalífinu hurfu margir hverjir úr sviðsljósinu í kjölfar fjármálahrunsins. Flestir þeirra hafa þó náð að fóta sig að nýju. Björgólfur Thor Björgólfsson.Fréttablaðið/GVABjörgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson var árið 2007 í 249. sæti á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn veraldar. Hann var aðaleigandi Landsbankans og Actavis, auk þess að eiga í fjarskiptafyrirtækjum erlendis. Björgólfur lauk skuldauppjöri í ágúst 2014 en í því fólst að Björgólfur Thor yrði áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, pólska fjarskiptafélaginu Play, nýsköpunarfyrirtækinu CCP og gagnaverinu Verne Holding. Fjarskiptafélagið Nova, sem Björgólfur stofnaði 2006, var selt til bandarísks eignastýringarfyrirtækis árið 2016 og CCP var nýlega selt til Suður-Kóreu fyrir 46 milljarða króna. Greint var frá því í vor að Björgólfur væri í sæti 1.215 á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Voru auðævi hans þá metin á 211 milljarða króna. „Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skríða undir stein og bíða eftir að storminum lægði. Mér leið svo illa út af þessu öllu saman,“ er haft eftir Björgólfi í viðtali við Forbes.Hannes Smárason ásamt verjendum sínum í dómsal.Fréttablaðið/GVAHannes SmárasonHannes Smárason var um tíma einn stærsti eigandinn í fjárfestingarisanum FL Group. Hann tók við forstjórastöðu hjá félaginu árið 2005 en lét síðan af störfum í árslok 2007 þegar Baugur Group varð aðaleigandi í kjölfar hlutafjáraukningar. Samkvæmt ferilskrá Hannesar sinnti hann ýmsum störfum fyrir Íslenska erfðagreiningu eftir hrun og veitti hann ráðgjöf vegna sölu fyrirtækisins til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Hannes var einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins WuXI NextCODE árið 2013. Það var keypt á 8,5 milljarða króna tveimur árum síðar. Hannes varð forstjóri WuXi NextCODE vorið 2017 en hætti rúmu ári síðar.Hreiðar Már Sigurðsson.fréttablaðið/eyþórHreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már Sigurðsson hafði starfað hjá Kaupþingi frá árinu 1994 þegar hann var ráðinn forstjóri bankans árið 2003. Eftir fall bankans sneru Hreiðar og fjölskylda hans sér að rekstri gistihúsa. Félagið Gistiver tengdist rekstri gististaða víðsvegar um landið. Meðal þeirra er lúxusgistihúsið ION hótel á Nesjavöllum við Þingvallavatn. „Ég held að við höfum verið kynslóð stjórnenda sem ætlaði ekki að láta nappa sig í Öskjuhlíðinni,“ sagði Hreiðar Már við Rannsóknarnefnd Alþingis.Halldór J. Kristjánsson.Vísir/VilhelmHalldór J. Kristjánsson Halldór J. Kristjánsson var bankastjóri Landsbanka frá árinu 1998 og fram að fjármálahruninu en áður starfaði hann sem ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Halldór fór til Kanada í kjölfar fjármálahrunsins og var ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá fjármálafyrirtækinu Direct Cash Bank. Rúmu ári síðar réð hann sig til fjármálafyrirtækisins Prospect Financial Group. Fyrirtækið komst í fréttir hérlendis þegar greint var frá því að það væri tilbúið til að gangast í ábyrgð fyrir fjármögnun á hluta tilboðs Steingríms Erlingssonons, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, í eignarhluti tveggja stærstu hluthafa íslenska olíuþjónustufyrirtækisins.Sigurjón Þ. Árnason.Vísir/VilhelmSigurjón Þ. Árnason Sigurjón Þ. Árnason tók við stöðu bankastjóra Landsbanka Íslands vorið 2003 við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans. Eftir fjármálahrunið tók Sigurjón að sér stundakennslu við tækni og verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur en hann er verkfræðingur að mennt. Sigurjón hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá Veritas ráðgjöf. Hann veitti til að mynda ráðgjöf í deilu Sunshine Press og Datacell við Valitor. Deilan snýst um lok á greiðslugátt fyrir fjáröflun Wikileaks og lagði Sigurjón mat á tjón félaganna. Sigurjón veitti auk þess ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á United Silicon. „Ég var sannfærður fram á síðustu stundu að við myndum lifa þetta af,“Bjarni Ármannsson.Vísir/VilhelmBjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri Glitnis vorið 2007 eftir tíu í ár stólnum í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Síðan þá hefur hann virkur í fjárfestingum hérlendis. Bjarni hefur frá árinu 2012 byggt upp flutningastarfsemina Cargow á Norður-Atlantshafi á grundvelli þjónustusamnings við álrisann Alcoa. Þá varð hann nýlega næststærsti hluthafinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood. Fjárfestingafélag Bjarna, Sjávarsýn, hagnaðist um 420 milljónir króna á síðasta ári en félagið á meðal annars hluti í hreinlætisvörufyrirtækinu Tandur og Ellingsen. „Ég get verið sjálfum mér reiður fyrir að hafa tekið ákvarðanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst,“ skrifaði Bjarni í grein í Morgunblaðið ársbyrjun 2009.Jón Ásgeir Jóhannesson (fremstur á mynd) og Lárus Welding fyrir aftan hann.vísir/gvaLárus Welding Lárus Welding var ráðinn bankastjóri Glitnis en hann tók við starfinu af Bjarna Ármannssyni. Fyrir það gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Landsbankans í Lundúnum frá árinu 2003. Lárus hefur frá hruni sinnt ýmsum ráðgjafarstörfum og kom meðal annars að sölu á helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í sumar. Þá unnið fyrir Malcolm Walker, eiganda verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi og veitti honum ráðgjöf í tengslum við kaup Bretlands á brugghúsi Ölgerðarinnar í Borgarfirði árið 2012. „Ákvörðunin sem ég myndi vilja taka aftur er að taka að mér starf forstjóra Glitnis,“ sagði Lárus í yfirlýsingu í dómsal 2017.Jón Ásgeir Jóhannesson Kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson byggði upp verslunarveldi út frá stofnun Bónuss 1989 og varð einn stærsti eigandinn í Glitni í gegnum FL Group vorið 2007. Á meðal eigna hans og eiginkonu hans Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur í dag eru Fréttablaðið, 101 Hótel og yfir fimm prósenta hlutur í Högum. Nýlega var greint frá því að þau hefðu selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna til þess að bæta við hlut sinn í Högum. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar Sýn keypti stærstan hluta reksturs 365 miðla í fyrra.Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir.Ágúst og Lýður Guðmundssynir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, oftast kenndir við fyrirtækið Bakkavör, voru fyrir fall Kaupþings í hópi stærstu eigenda bankans. Bræðurnir misstu tökin á Bakkavör í kjölfar fjármálahrunsins en fyrir rúmum tveimur árum keyptu þeir hlut íslenskra lífeyrissjóða og Arion banka í félaginu sem síðan var skráð á markað. Ágúst og Lýður voru í 197. sæti yfir ríkustu íbúa Bretlands samkvæmt lista The Sunday Times frá síðustu áramótum. Voru eignir þeirra metnar á rúmlega 100 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent