Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 20:15 Susan Collins þykir á meðal hófsamari repúblikana, meðal annars vegna frjálslyndari afstöðu hennar til fóstureyðinga. Vísir/EPA Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13