HM-farar gætu brunnið inni með rúblurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 15:42 Þessir Rússlandsfarar gætu þurft að drífa sig í banka, vilji þeir fá íslenskar krónur fyrir rússnesku rúblurnar sínar. Vísir/vilhelm Af stóru bönkunum þremur býður Landsbankinn einn upp á það að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur. Það verður þó líklega ekki til framtíðar og því gætu Rússlandsfarar verið að brenna inni með rúblurnar sínar. Vísir fékk ábendingu frá einstaklingi sem lagt hafði leið sína á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi síðasta sumar. Hann hafði tekið út rúblur í þarlendum hraðbanka sem Rússlandsfarinn vildi svo skipta yfir í íslenskar krónur þegar heim var komið. Það hafi hins vegar ekki verið hlaupið að því. Eftir flakk á milli bankaútibúa og mikið japl, jaml og fuður hafi hann hins vegar loks fengið krónur í hendurnar. Upplýsingafulltrúar Arion og Íslandsbanka segja að bankarnir tveir bjóði almennt ekki upp á rúblur og skipti þeim því ekki yfir í íslenskar krónur. Almennt sé lítil eftirspurn eftir gjaldmiðlinum og því hafi bankarnir ekki verið að kaupa þær eða selja. Hið sama megi segja um aðrar myntir sem lítil eftirspurn sé eftir. Landsbankinn tekur hins vegar sem stendur við rúblum, að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Hins vegar séu lítil viðskipti með myntina, eins og hinir upplýsingafulltrúarnir tveir nefndu, og því ætti ekki að koma á óvart ef Landsbankinn muni á einhverjum tímapunkti hætta að versla með rúblur. Rússlandsfarar sem vilja næla sér í krónur ættu því að koma með rúblurnar sínar í næsta útibú fyrr en síðar. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira
Af stóru bönkunum þremur býður Landsbankinn einn upp á það að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur. Það verður þó líklega ekki til framtíðar og því gætu Rússlandsfarar verið að brenna inni með rúblurnar sínar. Vísir fékk ábendingu frá einstaklingi sem lagt hafði leið sína á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi síðasta sumar. Hann hafði tekið út rúblur í þarlendum hraðbanka sem Rússlandsfarinn vildi svo skipta yfir í íslenskar krónur þegar heim var komið. Það hafi hins vegar ekki verið hlaupið að því. Eftir flakk á milli bankaútibúa og mikið japl, jaml og fuður hafi hann hins vegar loks fengið krónur í hendurnar. Upplýsingafulltrúar Arion og Íslandsbanka segja að bankarnir tveir bjóði almennt ekki upp á rúblur og skipti þeim því ekki yfir í íslenskar krónur. Almennt sé lítil eftirspurn eftir gjaldmiðlinum og því hafi bankarnir ekki verið að kaupa þær eða selja. Hið sama megi segja um aðrar myntir sem lítil eftirspurn sé eftir. Landsbankinn tekur hins vegar sem stendur við rúblum, að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Hins vegar séu lítil viðskipti með myntina, eins og hinir upplýsingafulltrúarnir tveir nefndu, og því ætti ekki að koma á óvart ef Landsbankinn muni á einhverjum tímapunkti hætta að versla með rúblur. Rússlandsfarar sem vilja næla sér í krónur ættu því að koma með rúblurnar sínar í næsta útibú fyrr en síðar.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira